Fjármálafyrirtæki

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 22:14:48 (3921)

2004-02-05 22:14:48# 130. lþ. 58.1 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 130. lþ.

[22:14]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Nú þurfa menn að fara varlega með orð sín. Það á við um mig sem aðra. Þannig var þetta að sönnu ekki orðað beinlínis af þeirra hálfu. Því var lýst afdráttarlaust yfir að þeir væru því ekki fylgjandi að slík ákvæði væru í lögum. En sú krafa var ekki beinlínis sett fram. Þetta sjónarmið var afdráttarlaust, eins og ég skildi málflutning þeirra í dag.