Fjármálafyrirtæki

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 22:18:25 (3923)

2004-02-05 22:18:25# 130. lþ. 58.1 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 130. lþ.

[22:18]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Auk þeirra tillagna sem fyrir liggja í þinginu frá meiri hluta efh.- og viðskn. voru rædd önnur atriði eins og ég gat um í framsöguræðu minni. Eitt af þeim lýtur að 66. gr. laganna um fjármálafyrirtæki sem þessi brtt. gerir ráð fyrir að breyta. Það varð niðurstaða meiri hlutans að rétt væri að skoða þessi atriði öll frekar, enda hlutur þeirra til athugunar hjá Fjármálaeftirliti ríkisins og rétt að bíða eftir niðurstöðu þess á því atriði sem lýtur að 74. gr. laganna.

Efh.- og viðskn. mun því halda áfram að hafa þessi lög til umfjöllunar, sérstaklega í ljósi þeirra atriða sem við ákváðum að bíða með og geyma frekari umfjöllun á í nefndinni til næstu vikna. Það er því niðurstaða okkar að leggja til að tillagan verði felld að sinni en skoðuð síðar í vetur.