Styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum

Mánudaginn 09. febrúar 2004, kl. 17:16:56 (3972)

2004-02-09 17:16:56# 130. lþ. 60.6 fundur 85. mál: #A styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 130. lþ.

[17:16]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta er einfalt reikningsdæmi. Hjón sem eru barnlaus í fimm ár, og ef við reiknum með að kostnaðurinn sé milljón þá eru það 200 þús. kr. á ári, það eru þá svona 15--20 þús. kr. á mánuði sem þetta fólk þarf að hafa lagt fyrir. Og hafi það ekki 15--20 þús. kr. á mánuði til að leggja fyrir þá líst mér ekkert á að það fari að ættleiða barn.