Svar við fyrirspurn

Miðvikudaginn 11. febrúar 2004, kl. 13:39:21 (4069)

2004-02-11 13:39:21# 130. lþ. 62.91 fundur 315#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), EKG
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 130. lþ.

[13:39]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Hæstv. forseti hefur bent á að hv. þingmaður eigi vitaskuld að beina þessum aðfinnslum sínum að viðeigandi ráðherrum og nú hefur það gerst að hv. þm. hefur getað vakið athygli á málinu hérna án þess að fá svör vegna þess að það liggur auðvitað fyrir að hæstv. ráðherra er ekki viðstaddur. Hv. þingmanni var það ljóst og hún hefur greint frá því hérna og jafnframt greint frá því að hún muni þá leita eftir þessu svari þegar hæstv. ráðherra er viðstaddur. Hún hefur þá fengið tvö tilefni til þess að koma í ræðustólinn út af sama málinu, af sama tilefninu.