Siglingavernd

Miðvikudaginn 11. febrúar 2004, kl. 16:31:51 (4100)

2004-02-11 16:31:51# 130. lþ. 62.6 fundur 569. mál: #A siglingavernd# frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 130. lþ.

[16:31]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra hefur ekki svarað mér neitt afskaplega skýrt um það sem ég er að tala um. Mér eru þetta mikil vonbrigði. Ég hélt að verið væri að taka á hvað varðar ráðstafanir gegn hryðjuverkum og öðru slíku með heildstæðum hætti og að engar siglingar yrðu milli landa öðruvísi en svo að því yrði þá fylgt eftir að með þeim væri eftirlit. En samkvæmt því sem hér er á ferðinni og samkvæmt því sem hæstv. ráðherra hefur tjáð okkur eru verulegar siglingar utan við þetta eftirlit. Og það er mikið umhugsunarefni hvort nokkuð er um að ræða aukið öryggi gagnvart hryðjuverkum fyrir Íslendinga með þessari lagasetningu.