Siglingavernd

Miðvikudaginn 11. febrúar 2004, kl. 16:33:00 (4101)

2004-02-11 16:33:00# 130. lþ. 62.6 fundur 569. mál: #A siglingavernd# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 130. lþ.

[16:33]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég á eiginlega ekkert annað svar við þessari athugasemd en það að þessa ræðu verður eiginlega að flytja á þingi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Ef þær reglur sem við erum að innleiða hér uppfylla ekki óskir hv. þm. Jóhanns Ársælssonar verður að breyta samþykkt IMO. Það er þá verkefni okkar á næstunni, ef Alþingi kemst að þeirri niðurstöðu að kröfurnar séu ekki nægjanlegar, að taka það mál upp á þeim vettvangi.