Útgáfa rita um sögu stjórnarráðsins 1964--2004

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 10:41:04 (4107)

2004-02-12 10:41:04# 130. lþ. 63.1 fundur 511. mál: #A útgáfa rita um sögu stjórnarráðsins 1964--2004# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[10:41]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Öllum þeim fyrirspurnum sem beint var til mín samkvæmt þingsköpum var svarað. Hins vegar var ekki svarað fyrirspurnum sem komu fram í kynningu hv. þm. á fyrirspurninni enda voru ekki efni til þess.

Þegar verkið var kynnt á sínum tíma kom fram að Sögufélagið hafði haft tiltekið frumkvæði að máli þessu öllu og miðað við það samstarf sem við höfum átt við Sögufélagið lengi þótti fara vel á því að sú stofnun ætti aðgang og hefði atbeina að útgáfu þessa verks. Samstarfið við það félag hefur tekist afskaplega vel og við erum ánægð með það.