Listasafn Samúels Jónssonar

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 11:36:48 (4132)

2004-02-12 11:36:48# 130. lþ. 63.6 fundur 471. mál: #A listasafn Samúels Jónssonar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[11:36]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það fer ekki á milli mála að mínu mati að það er full þörf á að hið opinbera beiti sér fyrir því að varðveita þessi listaverk sem spurt er um varðveislu á. Það hefur verið áhugi á því á Alþingi í gegnum árin að beita sér fyrir fjárveitingum í því skyni sem leiddi til þess að landbrn. tók málið að sér eins og hér var rakið.

Ég vona að málið sé komið í þann farveg að það takist að bjarga þessum listaverkum frá skemmdum og gera bæði þau og húsin þannig úr garði að þau verði aðlaðandi fyrir ferðamenn. Þau lýsa merkilegum þætti í sögu þjóðarinnar, bæði aðbúnaði einstaklinga og staðháttum á sínum tíma. Ég held að það fari ekkert á milli mála að hið opinbera á að hafa frumkvæði til að varðveita þessi listaverk og ég fagna því að það frumkvæði landbrn. sem hér er upplýst að hefur átt sér stað hafi leitt til þess sem þegar er orðið.