Listasafn Samúels Jónssonar

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 11:39:32 (4134)

2004-02-12 11:39:32# 130. lþ. 63.6 fundur 471. mál: #A listasafn Samúels Jónssonar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi GÓJ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[11:39]

Fyrirspyrjandi (Guðjón Ólafur Jónsson):

Hæstv. forseti. Í svari hæstv. menntmrh. áðan kom fram að málið hefði ekki verið formlega á borði ráðherrans en að ráðuneytinu væri kunnugt um ástand húsa og verka í Brautarholti í Selárdal. Það er í sjálfu sér ágætt og það er gott að vita til þess að hæstv. landbrh. hafi tekið að sér að sjá um þau listaverk sem þarna eru í samráði við húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd. Ég vil samt brýna hæstv. menntmrh. í málinu og hvetja hana til að fylgja því fast eftir frá sinni hlið og leggja þá landbrh. lið í þessu efni. Það er gott að tveir ráðherrar sinni þessu verkefni og það má í sjálfu sér litlu skipta hvort það er hæstv. menntmrh. eða hæstv. landbrh. sem ætlar að sjá um varðveislu þessara listaverka.