Viðbygging við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 12:34:57 (4156)

2004-02-12 12:34:57# 130. lþ. 63.11 fundur 145. mál: #A viðbygging við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[12:34]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Það er óhætt að segja að við þingmenn í Suðurk. höfum miklar áhyggjur af þessu máli. Við stöndum frammi fyrir því að Ljósheimar eru á undanþágu sem er komin nánast að dagsektum og það væri mjög slæmt ef farið yrði í kostnaðarsamar lagfæringar á því húsnæði því að það húsnæði hentar engan veginn fyrir hjúkrun. Og það er afar mikilvægt að öldrunardeildin fái forgang í þeirri nýframkvæmd sem á að fara fram og ég brýni hæstv. heilbrrh. áfram í þessu mikilvæga máli, að farið verði að framkvæma fyrir þó það fjármagn sem er ætlað í þetta, sem er um 150 millj., og farið verði að vinna að þessu máli af krafti og helst að ráðherra fari að taka fyrstu skóflustunguna.