Viðbygging við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 12:38:19 (4159)

2004-02-12 12:38:19# 130. lþ. 63.11 fundur 145. mál: #A viðbygging við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[12:38]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég vil bætast í hóp brýningarfólks úr Suðurk. og tek undir það sem hér hefur verið sagt. Málið þolir ekki frekari bið. Ljósheimar eru á undanþágu. Það er ekki inni í myndinni að fara í neinar endurbætur á því húsi enda er það ekki hannað til þeirrar þjónustu sem þar fer fram núna.

Ég vil hins vegar vekja athygli á því sem hæstv. heilbrrh. sagði, að málið er efst í forgangsröð hjá heilbrrn. og við hljótum því að leggjast á árar með hæstv. heilbrrh. og beina því til samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir, þar hvílir málið. Og þegar heimild kemur þaðan, sem ég trúi ekki öðru en verði á næstu dögum, þá muni málið fara á þann skrið sem því ber og ætti að vera löngu komið á.