Viðbygging við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 12:39:28 (4160)

2004-02-12 12:39:28# 130. lþ. 63.11 fundur 145. mál: #A viðbygging við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[12:39]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það mál sem hér er hreyft er þess eðlis að það eru allir sammála um þá nauðsyn að ráðast í þær framkvæmdir sem áformaðar eru. Álitaefnið í málinu er ekki það hvort ráðast eigi í það heldur hitt hvort menn hafi fé til framkvæmda. Það er stóra spurningin. Menn þurfa að leysa úr því pólitíska verkefni að afla fjár til þessara framkvæmda. Það þarf ekkert að brýna hæstv. heilbrrh. í þessu máli. Hann hefur fullan hug á því að hrinda því í framkvæmd sem fyrst en hann fer auðvitað ekki lengra en fjármagnið dugar til. Ég skora því á hv. þingmenn kjördæmisins að leggja heilbrrh. lið í því að leysa úr þessu pólitíska álitaefni.