Heilsugæslan á Þingeyri

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 12:55:04 (4167)

2004-02-12 12:55:04# 130. lþ. 63.12 fundur 399. mál: #A heilsugæslan á Þingeyri# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[12:55]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég ítreka það sem kom fram í svari mínu að ráðningar eru í verkahring forstöðumanna stofnana, ráðuneytið hefur aðeins almenn afskipti þar af. En ég hef engar athugasemdir við það --- það hefur, eins og fram kom, verið leitað til ráðningarþjónustu í þessu tilfelli og það eru almenn (Gripið fram í.) fyrirmæli frá okkur til forstöðumanna stofnana að leita að þeim starfskröftum sem þá vantar með þeim meðulum sem þeir telja að séu áhrifaríkust. Það kann vel að vera að hjúkrunarfræðingar muni koma inn eftir auglýsingu og væri vafalaust rétt að reyna það. Hins vegar er það ekki svo --- við höfum skoðað það í ráðuneytinu --- að ekki hafi verið leitað eftir starfskröftum í þessu tilviki.