Stafræn gögn í heilbrigðiskerfinu

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 13:19:46 (4176)

2004-02-12 13:19:46# 130. lþ. 63.15 fundur 495. mál: #A stafræn gögn í heilbrigðiskerfinu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[13:19]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við svar mitt að bæta. Ég ítreka að ég tel þetta mjög áríðandi mál í heilbrigðiskerfinu að taka á í samtengingu rafrænna kerfa. Ég vonast til þess að það verði af gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði. Ég studdi málið á sínum tíma ásamt meiri hluta þingmanna. Það hefur orðið á því dráttur en ég vonast til þess að menn nái niðurstöðu í þeim efnum. Ég get hins vegar ekki sagt um það á þessu stigi hverjar lyktir þess verða. Það er nauðsynlegt fyrir okkur, hverjar sem lyktir þess verða, að fara af stað í verkinu eins og við höfum reyndar verið að vinna að og gera áætlanir um framhaldið. Það er það brýna verk sem við þurfum að hafa forustu um að vinna í heilbrigðisráðuneytinu.