Fjarlækningar

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 13:33:19 (4181)

2004-02-12 13:33:19# 130. lþ. 63.14 fundur 487. mál: #A fjarlækningar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[13:33]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki mikið við þá umræðu að bæta sem farið hefur fram. Ég vil samt undirstrika mikilvægi þess að við höldum vöku okkar í þessum málum hérlendis. Það er rétt að í ýmsum löndum þar sem þannig hagar til er þessi þróun fjarlækninga á flugaferð. Ég hef átt kost á því að kynnast og hlusta á fyrirlestra um þau mál í Kanada, í því risastóra landi þar sem menn af eðlilegum ástæðum eru með mikil þróunarverkefni í þessum efnum og eru langt komnir. Ég tel því einboðið við okkar aðstæður að við höldum vöku okkar í þessu efni. Og öll hin fjölmörgu þróunarverkefni sem í gangi eru lofa góðu.

Af því að hv. þm. kom inn á afrek frænda vorra á Norðurlöndum í þessum efnum og tiltók eina ágæta konu sem hafði verið læknuð, datt mér í hug að best væri að enda umræðuna með þessu:

  • Framþróunina finnum þar
  • í fjarlækningum eiga metið.
  • Anna Svensson öflug var
  • er hún var læknuð gegnum netið.