Útflutningur á lambakjöti

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 15:25:33 (4216)

2004-02-12 15:25:33# 130. lþ. 63.25 fundur 555. mál: #A útflutningur á lambakjöti# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[15:25]

Drífa Hjartardóttir:

Virðulegi forseti. Það er við hæfi að ræða lambakjötið á þorranum. Í dag var á borðum þorramatur hjá okkur í matsalnum. En ég vil taka undir með hæstv. landbrh. og hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni. Það hafa verið að gerast góðir hlutir síðustu ár, bæði á Ítalíumarkaði og Bandaríkjamarkaði. Þar hefur Baldvin Jónsson unnið gríðarlega mikið starf.

Ég vil líka geta þess að innanlandsmarkaðurinn er sá markaður sem mestu máli skiptir. Útflutningsskyldan kom ekki til af góðu. Það var vegna þess að meira er framleitt en innanlandsmarkaðurinn getur nýtt sér. Þess vegna verðum við að selja umframbirgðir út og það gera bændur ekki upp á sitt einsdæmi. Ég hélt satt að segja að hv. þm. Jóhann Ársælsson, sem oft hefur talað um að lítið væri stutt við greinina, teldi að það væri að bera í bakkafullan lækinn.