Skýrsla forsætisráðherra um launamun kynjanna

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:06:52 (4225)

2004-02-16 15:06:52# 130. lþ. 64.1 fundur 321#B skýrsla forsætisráðherra um launamun kynjanna# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:06]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Það hefur enginn, svo ég viti til, komið fram með tillögur sem eru alger lausn í þessum efnum. Ég hygg hins vegar að ríkið sem atvinnurekandi og forsvarsmenn þess á ýmsum stigum komi nokkuð vel frá þessum samanburði yfirleitt ef miðað er við atvinnulífið í heild þannig að það er ekki beint við það að sakast.

Vandamál af þessu tagi eiga rót í liðinni tíð, hverfa smám saman en auðvitað þurfa menn að vera samhentir í að vinna að því máli, en ég hygg að það sé enginn sökudólgur í þeim efnum. Það er heldur enginn með lausn sem mundi leiða til þess að vandamálin yrðu úr sögunni á aðeins örfáum missirum eða árum.