Upplýsingasamfélagið

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:14:35 (4232)

2004-02-16 15:14:35# 130. lþ. 64.1 fundur 322#B upplýsingasamfélagið# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:14]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Það gildir um þetta eins og annað að skynsemin ræður í þessum efnum og ef skýrslan er skoðuð sem hv. þm. vitnaði til er útfært í skýrslunni hvaða aðili er í forsvari fyrir hverja einstöku þætti sem nefndir eru í skýrslunni. Þeir þættir sem hv. þm. vitnar til eru sérstaklega færðir undir samgrh. í skýrslunni. Auðvitað má segja að öll mál geti heyrt undir forsrh. vegna þess að ríkisstjórnin heyrir undir hann. En þó verður að virða þessa faglegu skiptingu, hv. þm.