Orion-þotur

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:19:08 (4235)

2004-02-16 15:19:08# 130. lþ. 64.1 fundur 323#B Orion-þotur# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Mér þykir sem hæstv. utanrrh. hafi að nokkru staðfest þær fréttir sem sagðar voru um helgina. Það kemur réttilega fram hjá ráðherra að þessar vélar séu orðnar gamlar og þeim hafi fækkað. Menn sendi þær þangað sem þeim finnst mest ástæða til að nota þær og það er kjarni málsins. Það eru kafbátaeftirlitsvélarnar sem Bandaríkjaher hefur haft mestan áhuga á að vera með hér. Ísland hefur ekki sóst eftir því að þær vélar séu hér. Ég held því fram að ef eftirlitsvélarnar fari þá veikist samningsstaða Íslands.

Ég spyr þess vegna: Hver er samningsstaða okkar ef það er verið að fara með þessar eftirlitsvélar, vilji menn hafa samningsstöðu?

Staðreyndin er að það liggur ekki ljóst fyrir hvernig við viljum haga vörnum okkar. Ég spyr því hæstv. ráðherra aftur um hvað felst í því sem er að gerast.