Vatnsveitur sveitarfélaga

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 17:48:29 (4276)

2004-02-16 17:48:29# 130. lþ. 64.4 fundur 576. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[17:48]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, að sinni er bannað græða. Við erum hins vegar að feta okkur út á braut einkavæðingar með þessu frv. Þetta arðgreiðsluákvæði skiptir að sönnu miklu máli, það er lykilatriði, ég tek alveg undir það en nefni hér, vegna þess að það kemur upp í hugann, að þegar danski síminn var einkavæddur fyrir nokkrum árum fékk amerískt símafyrirtæki með höfuðstöðvar í Chicago lykilaðstöðu í danska símanum. Það var, að því er mig minnir, með 30% eignarhlut í fyrirtækinu. Þetta fyrirtæki átti líka ungverska símann --- ég held að það hafi ekki verið sá búlgarski, það var ekki búið að einkavæða hann þá --- en þannig geta einkaaðilar öðlast ráðandi hlut og ráðið öllu um stefnumótun fyrirtækisins ... (Gripið fram í: Ef aðrir eiga minna) ef aðrir eiga minna.

Væru mörg sveitarfélög t.d. smá gæti skipt sköpum fyrir Coca Cola eða einhverja aðra ámóta að ná ráðandi hlut í fyrirtækinu og ráða þar með allri stefnumótun og því hvernig farið er með þessa dýrmætu auðlind sem drykkjarvatnið er og ég tel að tryggja eigi almenningi eignarhald á.