Vatnsveitur sveitarfélaga

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 17:50:17 (4277)

2004-02-16 17:50:17# 130. lþ. 64.4 fundur 576. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[17:50]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Nú er það markmið laganna að hægt sé að reka saman í hlutafélagi ólíkan rekstur og auka sveigjanleika. Það má vera að það sé hægt en verður ekki vandkvæðum bundið að reka þessar einingar saman ef annar hlutinn má greiða arð en hinn ekki? Mér þætti vænt um að hæstv. ráðherra svaraði því.

Er ekki nær að stíga skrefið til fulls og draga sérstaklega út rekstur vatnsveitunnar í reikningum fyrirtækja? Þessi sveigjanleiki verður varla raunverulegur vegna þessara takmarkana sem gætir, þ.e. að vatnsveitunni verði mögulega meinað að greiða arð en annarri starfsemi í sama rekstri verði það leyfilegt.