2004-02-19 11:09:01# 130. lþ. 68.93 fundur 340#B umræða utan dagskrár um málefni Palestínumanna og þingsályktunartillaga um aðskilnaðarmúrinn í Palestínu# (um fundarstjórn), BH
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[11:09]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Virðulegi forseti. Ég get ekki orða bundist yfir þessum umræðum. Auðvitað er ekki við þann hv. þm. sem hér hefur óskað eftir umræðu að sakast þótt leyfð hafi verið utandagskrárumræða um þetta mál. Hún hefur legið fyrir nokkuð lengi. Utandagskrárumræðubeiðnir eru ræddar hjá formönnum þingflokka á fundum með forseta og þeir hafa væntanlega verið nokkrir síðan þessi beiðni kom fram. Mér finnst rétt að beina athugasemdum vegna þessa máls til formanna þingflokka, sérstaklega formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, sem hefur fyrir sitt leyti lýst því yfir við hv. umræðubeiðanda að það sé í lagi og honum að meinalausu að þessi umræða fari fram. Mér finnst því ekki rétt að beina --- ég vil ekki segja ásökunum --- hnýtingum í garð þess sem hefur óskað eftir þessari umræðu hér.