2004-02-19 11:09:59# 130. lþ. 68.93 fundur 340#B umræða utan dagskrár um málefni Palestínumanna og þingsályktunartillaga um aðskilnaðarmúrinn í Palestínu# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[11:09]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil að gefnu tilefni taka fram að ég áfelldist engan nema sjálfan mig fyrir að hafa gleymt tillögu hv. 5. þm. Norðaust. Ég sagði ekki eitt einasta orð um að ekki væri eðlilegt að biðja um þessa utandagskrárumræðu. Mér finnst undarlegt að hefja umræður um það á þeim grundvelli að einstakir þingmenn séu að áfellast hver annan þegar sökin er eingöngu mín.