Breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn

Fimmtudaginn 19. febrúar 2004, kl. 12:57:12 (4424)

2004-02-19 12:57:12# 130. lþ. 68.5 fundur 359. mál: #A breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn# (alþjóðlegir reikningsskilastaðlar) þál., Frsm. DJ
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[12:57]

Frsm. utanrmn. (Dagný Jónsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2003, um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn.

Hv. utanrmn. hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund gesti.

Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og þýða þarf alþjóðlegu reikningsskilastaðlana á íslensku. Fjármálaráðuneytið og þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins hafa þegar hafið undirbúning að þýðingu þeirra alþjóðlegu reikningsskilastaðla sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið ákvörðun um að skuli innleiða á Evrópska efnahagssvæðinu við gildistöku reglugerðarinnar 1. janúar 2005. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu starfar nefnd sem er m.a. ætlað að kanna hvaða félög muni falla undir ákvæði reglugerðarinnar um samræmd reikningsskil og er gert ráð fyrir að fjármálaráðherra leggi fram lagafrumvarp vegna þessa á haustþingi 2004.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.