2004-02-19 14:35:02# 130. lþ. 68.4 fundur 482. mál: #A samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[14:35]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Hér er eingöngu verið að fjalla um samning sem varðar uppsjávarfisk, ekki botnfisk. Að því er varðar lúðuna og þorskinn er það annar samningur. Ég er þeirrar skoðunar að lúðu eins og annan fisk við Íslandsstrendur eigi að veiða á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Ég skal játa að mér er ekki kunnugt um ástand og horfur að því er lúðustofninn varðar en það er að sjálfsögðu mál sem ber að ræða á þeim grundvelli. Þetta er mikilvægur stofn. Þótt veiðarnar séu ekki miklar er um mjög verðmætan fisk að ræða. Á grundvelli þessa stofns hefur hafist lúðueldi hér á landi sem er afar merkilegt. Ég er sammála hv. þingmanni um að fara beri varlega í nýtingu þessa stofns eins og annarra verðmætra stofna við strendur landsins.