Starfsmenn í hlutastörfum

Fimmtudaginn 19. febrúar 2004, kl. 15:44:53 (4456)

2004-02-19 15:44:53# 130. lþ. 68.8 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[15:44]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er því miður hræddur um að hæstv. fjmrh. Geir H. Haarde hafi brugðist bogalistin í þessu efni vegna þess að ég hef vitnað hér í ítarlega greinargerð frá BSRB þar sem leidd eru rök að því að þessi lagasmíð standist ekki tilskipun EES. Ég á enn eftir að fá haldbær rök fyrir því hvers vegna ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafa þessi réttindi sem verið er að veita fólki í hlutastörfum af starfsmönnum sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Við höfum ekki fengið nein haldbær rök fyrir því.

Síðan ítreka ég það, og þá stendur þar orð gegn orði, að þetta er ekki sambærilegt við það sem gerðist hjá Dönum og eftir því sem mér skildist hefði hugur félmrn. staðið til þess að veita öllu starfsfólki þessi réttindi. Ég stóð í þeirri trú.