Varamenn taka sæti

Mánudaginn 23. febrúar 2004, kl. 15:06:01 (4477)

2004-02-23 15:06:01# 130. lþ. 69.94 fundur 347#B varamenn taka sæti#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 130. lþ.

[15:06]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá formanni þingflokks sjálfstæðismanna, Einari K. Guðfinnssyni, dagsett 23. febrúar:

,,Þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, 2. þm. Reykv. n., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstfl. í kjördæminu, Ásta Möller, taki sæti hans á Alþingi á meðan.``

Ásta Möller hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf frá formanni þingflokks Samf., Margréti Frímannsdóttur, dagsett 23. febrúar:

,,Þar sem Katrín Júlíusdóttir, 9. þm. Suðurkjördæmis, getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Samf. í Suðvesturkjödæmi, Valdimar L. Friðriksson, taki sæti hennar á Alþingi á meðan, en 1. varamaður á listanum situr nú á Alþingi.``

Valdimar L. Friðriksson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný. Um leið læt ég í ljós þá ósk fyrir hönd þingheims að Katrín megi fljótlega komast til fullrar heilsu.