Starfsmenn í hlutastörfum

Mánudaginn 23. febrúar 2004, kl. 15:13:34 (4481)

2004-02-23 15:13:34# 130. lþ. 69.3 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv., JóhS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 130. lþ.

[15:13]

Jóhanna Sigurðardóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við fulltrúar Samf. í félmn. skiluðum minnihlutaáliti um þetta frv. Ástæða þess er að við leggjumst gegn ákvæðum 3. mgr. 2. gr. frv. sem kveður á um að lögin taki ekki til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga sem fá greitt tímakaup, en við lítum svo á að það sé ekki í samræmi við tilskipun um hlutastörf sem verið er að innleiða með þessum lögum og hún heimili ekki að undanskilja tímavinnufólk frá ákvæðum laganna og það er í samræmi við álit ASÍ og BSRB í þessu máli.