Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Mánudaginn 23. febrúar 2004, kl. 16:00:10 (4495)

2004-02-23 16:00:10# 130. lþ. 69.18 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 130. lþ.

[16:00]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Það er einkum tvennt sem mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um. Annað varðar dagsektir í 10. gr.: Í hvaða tilfellum sér hæstv. ráðherra að þeim verði einkum beitt?

Í öðru lagi varðandi bráðabirgðaákvæðið. Hvers vegna er það látið gilda í 10 ár? Hvað veldur því að það er látið gilda í 10 ár en ekki fimm eða tvö?