Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Mánudaginn 23. febrúar 2004, kl. 16:03:06 (4497)

2004-02-23 16:03:06# 130. lþ. 69.18 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 130. lþ.

[16:03]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Því miður fékk ég engar skýringar á því hvers vegna það voru 10 ár. Þá má spyrja í framhaldinu: Er einhver þörf á því að setja það í bráðabirgðaákvæði að það eigi að fara í mat á umhverfisáhrifum? Ég sé það ekki. Mér sýnast samkvæmt gildandi lögum allar líkur á því að þessi framkvæmd, hækkun á stíflunni sem þetta bráðabirgðaákvæði fjallar um, skuli fara í umhverfismat.

Ástæðan fyrir því að ég spyr um dagsektirnar er einkum sú að samkvæmt lögum um aðför falla dagsektir niður um leið og sá sem hefur verið skipað að framkvæma ákveðinn hlut framkvæmir það sem honum hefur verið gert að framkvæma. Þess vegna tel ég þetta dagsektarákvæði alveg handónýtt.