Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Mánudaginn 23. febrúar 2004, kl. 18:52:33 (4517)

2004-02-23 18:52:33# 130. lþ. 69.18 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 130. lþ.

[18:52]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Það kom fram í máli hv. þm. Halldórs Blöndals að hann hefði grætt á ræðu minni og mér þykir vænt um það. Ég tel að hann eigi að leggja við hlustir og mér finnst honum í rauninni ekki veita af hvað það varðar að kynna sér náttúruvernd.

En ég ætlaði að spyrja hv. þm. að því hvort hann geti ekki verið sammála mér í því að löggjöfin eigi að einhverju leyti að endurspegla mikilvægi staðanna, þ.e. að staðir sem eru mikilvægir náttúrufarslega eigi að njóta ríkari verndar en staðir sem eru síður mikilvægir. Þar af leiðir að við höfum verið sammála um það að Mývatn sé mjög mikilvægt í alþjóðlegu tilliti. Er þá ekki eðlilegt að Mývatn njóti ríkari verndar lagalega en önnur svæði?