Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Þriðjudaginn 24. febrúar 2004, kl. 16:13:09 (4567)

2004-02-24 16:13:09# 130. lþ. 70.3 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 130. lþ.

[16:13]

Halldór Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Það er hálfraunalegt að heyra hvernig hv. þm. beitir orðum sínum í þá veru að reyna að egna menn til ófriðar heima í héraði. Hann talar um málið með slíkum hætti. Ég hef eins og hann átt góða vini á þessum slóðum. Þeir tala með allt öðrum hætti en þessi hv. þm. Svo kemur hann hér og talar eins og á bak við orð hans standi í einni fylkingu allir íbúar Mývatnssveitar, Aðaldals, Húsavíkur, allrar Þingeyjarsýslu. Það er síður en svo.

Við erum að tala um úrlausnarefni sem heimamenn vilja að tekist verði á við. Það er um það sem menn ræða. Í þessum sölum er enginn að tala um stríð nema hv. þm.