Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Miðvikudaginn 25. febrúar 2004, kl. 13:49:45 (4614)

2004-02-25 13:49:45# 130. lþ. 71.3 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv., HBl (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 130. lþ.

[13:49]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil taka undir það sem hv. 5. þm. Norðaust. sagði. Það er mjög þýðingarmikið að þetta mál fái vandaða og góða meðferð í þinginu, menn fari yfir frv. með opnum augum og séu reiðubúnir að skipta um skoðun ef rök hníga í þá áttina, hvor okkar sem er. Og ég vil leggja áherslu á að það er ekki aðalatriði þessa máls að hafa hraðann á heldur hitt að vanda alla meðferð málsins og stuðla að því með þeim hætti að hægt sé að vinna að athugun á því í friði, bæði á Alþingi og heima fyrir.

(Forseti (GÁS): Hvað segir þingmaðurinn? Var ekki hv. þm. að gera grein fyrir atkvæði sínu? Ég lít þannig á að hann hafi sagt já.)