Búsetuúrræði fyrir geðfatlaða

Miðvikudaginn 25. febrúar 2004, kl. 15:03:36 (4647)

2004-02-25 15:03:36# 130. lþ. 72.4 fundur 242. mál: #A búsetuúrræði fyrir geðfatlaða# fsp. (til munnl.) frá félmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Margrét Frímannsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Möller fyrir að taka þetta á dagskrá þó að ég telji, eins og kom fram hjá öðrum hv. þm., að þessi mál eigi frekar heima hjá heilbrrh. og var einmitt rétt áðan verið að dreifa fyrirspurn svipaðs efnis. Þetta snýst ekki bara um hagkvæmni og sparnað, þetta snýst um lífsgæði, oft og tíðum mjög veikra einstaklinga. Það er sannarlega rétt að búsetuúrræði þurfa að vera til staðar, ódýrari, hagkvæmari og betri sem gefa fötluðum meiri lífsgæði en að hrúga öllum inn á eina stofnun. Ég tek hins vegar undir með hv. þm. Þuríði Backman að það verður að meta hvern einstakling fyrir sig og finna honum úrræði við hæfi. Þetta hefur velkst á milli kerfa heilbrigðis- og félagsmála sem er með öllu óásættanlegt. Það er óskandi að þessir tveir hæstv. ráðherrar geti leyst þetta.