SigurlS fyrir GÖrl

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:03:10 (4663)

2004-03-01 15:03:10# 130. lþ. 73.94 fundur 360#B SigurlS fyrir GÖrl#, Forseti SP
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá formanni þingflokks Frjálslynda flokksins, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, dags. 1. mars:

,,Þar sem Gunnar Örlygsson, 10. þm. Suðvest., verður erlendis í einkaerindum á næstunni og getur því ekki sótt þingfundi óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að varamaður hans á lista Frjálslynda flokksins í kjördæminu, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir táknmálskennari, taki sæti hans á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Magnús Þór Hafsteinsson.``

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.