Táknmálskennsla í Háskóla Íslands

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:16:43 (4673)

2004-03-01 15:16:43# 130. lþ. 73.1 fundur 363#B táknmálskennsla í Háskóla Íslands# (óundirbúin fsp.), AKG
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:16]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Frú forseti. Það er rétt hjá hæstv. menntmrh., að það er ákvörðun heimspekideildar að fella niður þetta nám. En það er neyðarúrræði sem heimspekideild beitir í þessu tilviki vegna þess að háskólinn er í vandræðum. Launastikan er kolröng og fellur ekki að því rekstrarumhverfi sem er í Háskóla Íslands í dag. Fimm nemendur bíða þess að fá að ljúka námi og þeir eru settir út á kaldan klaka með þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið. Auk þess er, eins og ég sagði í fyrri ræðu minni, þörfin fyrir þessa þjónustu mjög brýn í samfélaginu.

En mig langar að fá frekari útskýringar hjá ráðherra á þeirri tilkynningarskyldu sem hún segir að háskólinn hafi ekki sinnt. Er hún að segja þá að Háskóli Íslands hafi ekki farið að þeim reglum sem honum ber að fylgja í samskiptum við ráðuneytið?