Táknmálskennsla í Háskóla Íslands

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:19:01 (4675)

2004-03-01 15:19:01# 130. lþ. 73.1 fundur 363#B táknmálskennsla í Háskóla Íslands# (óundirbúin fsp.), AKG
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Frú forseti. Þó að ekki sé um marga nemendur að ræða, eins og í þessu tilfelli, tel ég að um sé að ræða verulega breytingu á námsframboði Háskóla Íslands. Hér er verið að svipta ákveðinn hóp möguleikum á að fá þjónustu sem er honum mjög mikilvæg og samfélagi okkar er einnig mikilvægt að fólk geti nýtt þá þjónustu.

Háskólinn er blankur hvað sem orðum hæstv. menntmrh. líður. Það kemur skýrt fram í þessu máli. Það verður að bregðast við þannig að háskólinn geti sinnt þessu mikilvæga máli.