Fjárhagserfiðleikar dómstólanna og efling sérsveitar lögreglunnar

Þriðjudaginn 02. mars 2004, kl. 13:38:16 (4727)

2004-03-02 13:38:16# 130. lþ. 74.91 fundur 371#B fjárhagserfiðleikar dómstólanna og efling sérsveitar lögreglunnar# (aths. um störf þingsins), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 130. lþ.

[13:38]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason):

Virðulegi forseti. Ég harma að hv. þm. skuli ekki hafa kynnt sér þær tillögur sem komu til framkvæmda í gær, sem m.a. gera sérsveit lögreglunnar kleift að láta að sér kveða við Kárahnjúka ef þörf krefur með mun skipulegri og auðveldari hætti en áður hefur verið.

Að því er varðar löggæslu við Kárahnjúka þá liggur fyrir, virðulegi forseti, fyrirspurn frá hv. þm. Atla Gíslasyni um það mál og henni verður að sjálfsögðu svarað. Ég segi því enn, virðulegi forseti, að ég sé ekki hvaða upphlaup þetta er hjá samfylkingarþingmönnum að taka hér mál sem er hvort eð er búið að boða á dagskrá þingsins.