Öryggi sjúkraflugvallar á Djúpavogi

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:04:05 (4840)

2004-03-03 15:04:05# 130. lþ. 76.2 fundur 616. mál: #A öryggi sjúkraflugvallar á Djúpavogi# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:04]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Mig langar að fá að stinga orði inn í þessa umræðu þó stutt sé en það lýtur að eignarhaldi á sjúkraflugvellinum sem um er spurt og reyndar almennt um slíka velli um landið. Er ekki alveg öruggt að þessir flugvellir eru og verða í eigu ríkisins þannig að öll ábyrgð af umsýslu þeirra, rekstri og því að afla tilskilinna leyfa sé á höndum ríkisvaldsins? Ég spyr vegna þess að ég veit að það er í bígerð í samgrn. að setja nýja reglugerð sem færir ábyrgðina af því að afla nauðsynlegra leyfa yfir til þeirra sem eiga vellina og frá því sem er í dag, sums staðar, frá flugmönnum sem fljúga á afskekkta velli.