Bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:22:17 (4849)

2004-03-03 15:22:17# 130. lþ. 76.3 fundur 627. mál: #A bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1# fsp. (til munnl.) frá samgrh., MÁ
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:22]

Mörður Árnason:

Forseti. Hringvegurinn hefur auðvitað ákveðna sérstöðu í hugum manna vegna þess að hann skipti miklu máli árið 1974, bæði fyrir álit manna á samgöngumálum á Íslandi og fyrir ferðamöguleika sem þangað til voru lokaðir, og það er æskilegt að klára að setja bundið slitlag á hringveginn. Við ákvarðanir í framtíðinni um samgöngumál verður þó að miða fyrst og fremst við það hvar arðsemin er mest og hvar skynsamlegast er að bæta samgöngur fyrir sem stærstan hluta landsmanna.