Bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:23:06 (4850)

2004-03-03 15:23:06# 130. lþ. 76.3 fundur 627. mál: #A bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1# fsp. (til munnl.) frá samgrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:23]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Það er rétt eins og hér hefur komið fram hjá hv. þingmönnum í þessari umræðu að það hafa gerst kraftaverk í íslensku samgöngukerfi og vegamálum, þótt enn standi undan 70 einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 1 sem þarf auðvitað að taka á. En ég vek athygli á því hversu hröð uppbygging þjóðvegar nr. 1 hefur verið.

Það er alveg rétt sem hér hefur verið komið inn á, að líta þarf til fleiri átta. Um leið og við gerum auknar kröfur til þeirra aðila sem í ferðaþjónustu eru og viljum fá fleiri ferðamenn til landsins, tel ég að við þurfum að leggja megináherslu á þjóðveg nr. 1 og fækka einbreiðum brúm. Þetta er sá vandi sem við höfum orðið varir við í slysatíðni erlendra ferðamanna sem hafa komið hingað til lands þegar þeir fara út af bundnu slitlagi og á malarvegi.

Það er í mörg horn að líta en ég held að við séum allir sammála um að vel hefur verið staðið að vegamálum hér á landi og úr því litla fjármagni sem við höfum unnið úr höfum við náð ótrúlegum árangri.