Íslensk farskip

Fimmtudaginn 04. mars 2004, kl. 14:40:21 (4923)

2004-03-04 14:40:21# 130. lþ. 77.4 fundur 484. mál: #A íslensk farskip# (skattareglur o.fl.) þál., Flm. SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 130. lþ.

[14:40]

Flm. (Sigurjón Þórðarson) (andsvar):

Frú forseti. Það er ágætt að það sé komið á hreint hvað varðar fjölda skipafélaganna. En varðandi það að íslensk skipafélög séu bara í samkeppni innan lands má horfa til þess að með samþykkt tillögunnar gæti verið að íslenskar útgerðir gætu hafið útrás með íslenska sjómenn. Ef þáltill. gæti leitt af sér skattalækkun á útgerðir og að íslenskir sjómenn væru í meira mæli í erlendum verkefnum, tel ég það af hinu góða.

Sú staða gæti vel komið upp eftir að þáltill. væri samþykkt að við lækkum í raun skatta á útgerðir, en þegar upp er staðið gæti skattalækkunin einfaldlega skapað meiri tekjur fyrir ríkissjóð en ef ekki væri af stað farið, því ef við skoðum hlutina nú: Hverjar eru tekjur Íslendinga af útlensku sjómönnunum um borð í Keili? Eru þær nokkrar?