Útvarpslög o.fl.

Fimmtudaginn 04. mars 2004, kl. 17:15:22 (4952)

2004-03-04 17:15:22# 130. lþ. 77.2 fundur 337. mál: #A útvarpslög o.fl.# (stofnun hlutafélags, útvarpsgjald o.fl.) frv., JKÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 130. lþ.

[17:15]

Jón Kr. Óskarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég gat ekki betur skilið en að hv. þingmenn, flutningsmenn frv. til laga um breytingu á útvarpslögum, væru að draga í efa trúverðugleika Ríkisútvarpsins og teldu að það þekktist ekki í hinum vestræna heimi að útvarpsstöðvar væru reknar á vegum ríkisins. (SKK: Það sagði ég ekki.) Ef það er misskilningur þá dreg ég það til baka.

Ég vil minna á að BBC er ein virtasta stofnun í heimi og er rekin af ríkinu eins og Danmarks Radio og Norsk Radio. Ég vildi bara koma þessu á framfæri í vangaveltum um hvort ríkisútvarpsrekstur væri barn síns tíma eins og frumvarpsmenn voru að ýja að.