2004-03-08 16:55:38# 130. lþ. 78.8 fundur 652. mál: #A Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða# (stjórn) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 130. lþ.

[16:55]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Um þessa ræðu er ekki margt að segja. Þau tengsl sem nú eru í lögum eru samkvæmt frv. ekki fyrir hendi. Ráðherra hefur þá upplýst okkur í umhvn. um að hún hafi engar áhyggjur af því. Hún telur að samvinnunefndin og stofnunin muni koma sér saman um það. Það má vel vera rétt og við skulum vona að það sé rétt. En hin formlegu tengsl eru afnumin.

Ég hef efasemdir um þetta frv. og ætla að skoða það vel. Mér finnst undarlegt, og ég endurtek það, að það skuli koma fram núna, eitt og sér og hvorki með tengsl við aðrar stofnanir né neinar breytingar á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, án styrkingar á starfi hennar sem við hæstv. umhvrh. erum þó sammála um að sé bæði mikilvægt og gagnlegt.