Evrópska efnahagssvæðið

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 13:49:09 (5084)

2004-03-10 13:49:09# 130. lþ. 80.2 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 130. lþ.

[13:49]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Frú forseti. Það var að frumkvæði jafnaðarmanna á sínum tíma, í upphafi tíunda áratugarins, að EES-samningurinn varð að veruleika. Um það voru miklar deilur á hinu háa Alþingi og þingheimur klofinn. Nú liggur það hins vegar ljóst fyrir, má segja á fermingarafmæli EES-samningsins þar sem staðfesta má skírnina, að umbreytingar hafa orðið og þingheimur allur hefur áttað sig á því að við jafnaðarmenn höfðum rétt fyrir okkur á þeim tíma og höfum það enn þá enn þann dag í dag. Vitaskuld segi ég já, frú forseti.