Heimagerðar landbúnaðarafurðir

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 14:22:18 (5097)

2004-03-10 14:22:18# 130. lþ. 81.3 fundur 674. mál: #A heimagerðar landbúnaðarafurðir# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DJ
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[14:22]

Dagný Jónsdóttir:

Frú forseti. Ég fagna orðum hæstv. landbrh. um mögulega endurskoðun á þessari mjög svo ströngu löggjöf og hefur hann þegar sett vinnu af stað í því tiliti. Ég tel það vera mjög til góða fyrir okkur neytendur að skapa ríkari tengsl við framleiðandann, þ.e. bóndann, beint. Vil ég í því sambandi minnast á t.d. mikið frumkvöðlastarf sem hefur verið unnið á Austurlandi hjá Austurlambi, en það er gott dæmi um að framleiðendur vilja nálgast neytendur. Einnig hefur það verið markmið kvenna í bændastétt undir kjörorðinu Lifandi landbúnaður að nálgast neytendur meira. Ég held að enginn velkist í vafa um að þetta sé framtíð sem við sjáum öll fyrir okkur.