Stuðningur við aukabúgreinar

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 14:47:11 (5113)

2004-03-10 14:47:11# 130. lþ. 81.4 fundur 696. mál: #A stuðningur við aukabúgreinar# fsp. (til munnl.) frá landbrh., JGunn
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[14:47]

Jón Gunnarsson:

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. málshefjanda Önnu Kristínu Gunnarsdóttur fyrir að vekja athygli á þessu máli því að full ástæða er til að ræða um aukabúgreinar í sveitum. Mér heyrðist á hæstv. ráðherra að hann væri ekki alveg viss á því hvað væru aukabúgreinar og hvað væru aðalbúgreinar en ég er nokkuð viss um að bændur eru ekki í nokkrum vandræðum með að skilgreina hvað aukabúgreinar eru.

Við vitum að bændur fá beina styrki í mjólkurframleiðsluna, í sauðfjárframleiðsluna, í garðræktina og ég held að enginn sem stundar þá starfsemi telji það aukabúgreinar. Minn málskilningur leyfir mér alla vega ekki að kalla þær greinar aukabúgreinar.

Ég held að það væri mjög sniðugt að menn færu að velta því fyrir sér, eins og oft hefur verið rætt hér, að bændur gætu hlotið meiri og fleiri styrki til að sinna einmitt slíkum aukabúgreinum en gætu þá kannski látið af því að fá styrki fyrir aðalbúgreinar.