Atvinnuráðgjöf

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 15:29:12 (5134)

2004-03-10 15:29:12# 130. lþ. 81.7 fundur 697. mál: #A atvinnuráðgjöf# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[15:29]

Drífa Hjartardóttir:

Virðulegur forseti. Mér finnst uppleggið, að tala um láglaunasvæði, kannski ekki rétt. Ég vil heldur ræða um jaðarbyggðir og leggja áherslu á það sem er þó verið að gera, eins og hæstv. iðn.- og viðskrh. fór yfir, það sem byggðaáætlun gerir, starf Byggðastofnunar. Ég vil minna á atvinnuþróunarsjóðina og aðeins vekja athygli á tveimur verkefnum sem hafa verið í gangi á Suðurlandi, þ.e. að sveitarfélögin Rangárvallasýsla og Mýrdalshreppur eru saman með atvinnu- og ferðamálafulltrúa og sama má segja um uppsveitir Árnessýslu. Allt hefur þetta gefið mjög góða raun og síðan er kominn atvinnufulltrúi kvenna á vegum atvinnuþróunarsjóðs.

Það sem skiptir þó mestu í öllu þessu máli er það sem þessi ríkisstjórn er að gera og það fjármagn sem hún leggur til landsbyggðarinnar í gegnum þessa sjóði og ekki síst stuðning hennar og velvilja við landbúnaðinn og það sem verið er að gera í samgöngumálum þjóðarinnar.