Danskennsla og ræðumennska í grunnskólum

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 19:18:45 (5186)

2004-03-10 19:18:45# 130. lþ. 81.14 fundur 712. mál: #A danskennsla og ræðumennska í grunnskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., VF
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[19:18]

Valdimar L. Friðriksson:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. fyrirspyrjanda, Jóni Kr. Óskarssyni, fyrir að brydda upp á þessu máli. Ég tel það vera algjöra nauðsyn að bjóða upp á kennslu í ræðumennsku og tjáningu strax í grunnskólum landsins. Það hefur oft verið vandamál hjá þessari þjóð að hún er talin lokuð og þarna gætum við allavega bætt eitthvað úr.

Það er rétt að minna á að dans er viðurkenndur sem íþrótt í dag og líkt og aðrar íþróttir hefur dans, jafnt sem tjáning, mikið forvarnagildi. Við skulum hafa það í huga að allar forvarnir, hverjar sem þær eru, fela í sér útgjaldasparnað. Ef ekki strax í dag þá alla vega í framtíðinni.