Danskennsla og ræðumennska í grunnskólum

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 19:19:42 (5187)

2004-03-10 19:19:42# 130. lþ. 81.14 fundur 712. mál: #A danskennsla og ræðumennska í grunnskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi JKÓ
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[19:19]

Fyrirspyrjandi (Jón Kr. Óskarsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir góð, skemmtileg og skilningsrík svör. Það vill þannig til að ég á talsvert af barnabörnum og eitt barnabarn mitt, sem byrjaði í dansi í fyrra, var fúlt yfir því. Svo fór hann aftur í dans núna, 13 ára gamall, mjög ánægður. Ég minnist þess að þegar maður var unglingur í Flensborg voru málfundir í skólanum mánaðarlega sem voru mjög góðir, en strákarnir voru svolítið feimnir. En ég þakka innilega fyrir góð svör.